news

Föstudagsfréttir

18. 10. 2019

Góðan daginn

Þessa vikuna hafa krakkarnir verið að læra um stafinn Ú. Orðin sem við ræddum voru úlpa, úlfur, úr, úðabrúsi og útvarp.

Við erum búin að vera heppin með veður og höfum nýtt góða veðrið í lengri útiveru.

Hreyfing var á sínum stað og við máluðum myndir. Lásum bækur og sungum mörg lög. Flestir eru farnir að kunna lögin okkar nokkuð vel og hreyfingarnar líka.



© 2016 - Karellen