news

Föstudagsfréttir

04. 10. 2019

Komið þið sæl

Lubbi hefur verið að kenna okkur stafinn D þessa vikuna. Orðin okkar voru dós, dúkka, dansa, dúfa og dýr.

Á þriðjudaginn fóru krakkarnir í listasmiðju með Björk þar gerðu þau verkefni ofan í kassa, þar sem þau þurftu að hlusta á sögu og teikna myndir. Þetta tókst mjög vel hjá flestum.

Í dag var alþjóðlegi dýradagurinn. Telma kom með mynd af kisu og Ernest kom með mynd af fiski. Þau fengu að sýna krökkunum myndirnar og við ræddum um dýrin. Við fengum svo hamstur og hund í heimsókn og allir sem vildu máttu fá að klappa. Við sungum svo nokkur lög um dýr.

Góða helgi

© 2016 - Karellen