news

Föstudagsfréttir

10. 09. 2021

Vikan 6. - 10. september

Nú er vetrarstarfið komið á fullt hjá okkur. Á mánudögum og miðvikudögum förum við í hreyfistund til Ástu og á þriðjudögum og fimmtudögum förum við í listasmiðjuna með Björk. Í vetur ætlar einnig hún Hafdís að vera með tónlistarstundir með okkur á mánudögum og erum við spennt fyrir þeirri nýbreytni hjá okkur.

Þess á milli erum við í ýmsum verkefnum inni á deild.

Í þessari viku byrjuðum við að vinna með Lubba

Fyrsta hljóðið sem við unnum með er A og höfum við verið að skoða orð sem byrja á A ásamt því að syngja A lagið í Lubba bókinni okkar.

Á þriðjudaginn fórum við í vettvangsferð út í móa þar sem við fundum krækiber ásamt því að æfa okkur í að príla á steinum og ganga á ójöfnum jarðveginum.


Takk fyrir skemmtilega viku

© 2016 - Karellen