news

Föstudagsfrétt

08. 10. 2021

Í þessari viku höfum við verið æfa hljóðið D með Lubba okkar. Við höfum verið ræða orð byrja á stafnum D og sjálfsögðu sungið D lagið í bókinni hans Lubba.

Á þriðjudaginn fórum við í vettvangsferð í brekkuna okkur góðu og svo í móana þar hjá. Þar veltumst við um í góða veðrinu og fundum meira segja berljalyng þar sem enn voru krækiber.

Í vikunni höfum við einnig farið í tónlistartíma hjá Hafdísi þar sem hún kennir okkur skemmtileg lög og við fáum stundum prófa einhver hljóðfæri hjá henni.

Einnig förum við í hverri viku tvisvar í hreyfingu til Ástu í hreyfisalnum og vekur það ávallt mikla lukku hjá börnunum.

Í þessari viku lékum við okkur með drop úr vatnsmálningu þar sem við settum smá vatn á pappír og blésum því svo með röri og sáum þá hvernig dreifðist úr dropunum. En droparnir koma einmitt fyrir í D laginu hans Lubba.


Á föstudaginn var einnig samverustund á sal þar sem allur leikskólinn kom saman í söng og Blæstund í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdeginum. Það var dásamleg stund sem byrjaði á söng og endaði á slökun með Blæ.

Takk fyrir skemmtilega viku

© 2016 - Karellen