news

Föstudagsfrétt

19. 02. 2021

Í þessari viku kenndi Lubbi okkur stafinn Áá. Við sungum Áá lagið, gerðum hreyfingu með því og ræddum um nokkur orð sem byrja á þeim staf eins og ánamaðkur, árabátur, ávextir og áttaviti.

Það var mikið að gerast í vikunni. Bolludagur, sprengidagur og öskudagur. Á bolludeginum fengum við okkur dýrindis bollur í nónhressingu með sultu, súkkulaði og rjóma og á sprengideginum fengum við saltkjöt og baunir í hádegismat. Á öskudeginum mættum við í búningum, héldum smá öskudags-danspartý með krökkunum á Kríu og fengum pizzu í hádeginu. Svo sannarlega mikið fjör!

Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi :)

© 2016 - Karellen