news

Föstudagsfrétt

12. 02. 2021

Í þessari viku gerðum við endurunninn pappír með Björk og stimpluðum svo á pappírinn með grænmeti og ávöxtum t.d. sellerí, perur, appelsínur og kartöflur. Þar sem við erum grænfánaskóli erum við auka umhverfisvitund barnanna og því var tilvalið að gera verkefni sem tengist því. Einnig með því að fá að skoða og snerta mismunandi ávexti og grænmeti erum við að þjálfa börnin í að venjast matnum.

Lubbi kenndi okkur stafinn Öö. Við sungum Öö lagið, gerðum hreyfingu með því og ræddum nokkur orð sem byrja á þeim staf eins og örbylgjuofn, öngull og öxl.

Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi :)

© 2016 - Karellen