news

Föstudagsfrétt

01. 10. 2021

Nú er viðburðaríkri viku að ljúka hjá okkur.

Við erum búin að vera að æfa okkur með hljóðið N með hjálp Lubba okkar.

Við erum búin að skoða ýmis orð sem byrja á N og erum dugleg að syngja N lagið.

Á þriðjudögum fara krakkarnir í listasmiðju en við vörum líka alltaf í vettvangsferðir á þriðjudögum. Við fórum í rokinu síðasta þriðjudag í brekkuna hérna rétt hjá okkur og æfðum okkur í ganga upp brekkuna og svo var frjáls aðferð niður, þar sem þau hlupu, löbbuðu eða rúlluðu sér niður.

+



Einn seinni partinn í vikunni kláruðum við daginn inni vegna veðurs og nýttum við okkur það í að vatnslita myndir og kubba.

Á fimmtudaginn fóru börnin aftur í listasmiðju til Bjarkar og voru þau að mála á gluggana inni í listasmiðju. Virkilega skemmtilegt og vakti mikla lukku hjá börnunum.

Á föstudaginn máluðum við með klipptum klósettrúllum, haustlegar myndir þar sem við notuðum litina gulan og rauðan og sáum hvernig þeir blandast saman í appelsínugulan.

Á föstudaginn vorum við einnig með okkar fyrstu Blæ stund þar sem við hlustuðum á vinalagið hans Blæs og fengu börnin að hafa Blæ hjá sér á meðan.


Takk fyrir skemmtilega viku

© 2016 - Karellen