news

Vikufréttir 4. - 8. mars

11. 03. 2019

Síðasta vika var ansi viðburðarík.

Lubbi heldur áfram að kenna okkur hljóðin og í þessari viku lærðum við hljóðið Rr, sungum R lagið í Lubbabókinni og lásum og skoðuðum myndirnar og ræddum svo nokkur orð sem byrja á R eins og Risaeðla, Rós, Rennibraut, Róla og Regnhlíf.

Vikan byrjaði á bolludeginum þar sem krakkarnir fengu bollu í kaffitímanum.

Á þriðjudaginn var sprengidagurinn og borðuðum við saltkjöt og baunir á hádeginum.

Á miðvikudaginn var öskudagurinn og fórum við með strætó að Háaleitisskóla og gengum að klettunum þar og fundum öskudagskassann okkar falinn í klettunum. Í kassanum leyndust litlir pokar með snakki í sem krakkarnir gæddu sér á á meðan við biðum eftir strætó. Undir lok dags var svo öskudagsball þar sem allir skemmtu sér mjög vel.

Á fimmtudeginum máluðum við myndir með því að nota kartöflur sem stimpla sem við skárum út í formin, hringur, þríhyrningur og ferhyrningur og æfðum okkur í leiðinni að læra litina og formin.


Á föstudeginum buðum við svo foreldrum í morgunhressingu þar sem í boði var hafragrautur með úrvali af ávöxtum, rúsínum, döðlum og fræjum út á. Takk fyrir komuna kæru foreldrar.


Takk fyrir skemmtilega viku

© 2016 - Karellen