news

Vikufréttir 28. janúar - 1. febrúar

01. 02. 2019

Í þessari viku hefur Lubbi verið að kenna okkur hljóðið T, við lærðum hreyfingarnar með hljóðinu og T lagið í Lubbabókinni.

Í tilefni þess að hljóð vikunnar væri T kom starfsmaður í leikskólanum með trommu með sér og fengu allir krakkarnir að prófa trommuna í samverustund.

Það hefur verið mjög kalt í vikunni og við höfum ekki komist út að leika alla dagana. Einn daginn sóttum við snjó og lékum okkur með hann inni. Við helltum málningu út í snjóinn og máluðum með snjónum á blað og út komu glæsileg listaverk sem prýða nú veggi stofunnar okkar. Einnig léku krakkarnir sér að því að sulla með vatn og snjó sem þeim fannst mjög gaman.


Á föstudaginn var svo dagur stærðfræðinnar þá var ákveðið að hafa flæði á leikskólanum og fengu krakkarnir að flakka á milli deilda að leika sér. Við enduðum svo á söng á sal þar sem við sungum stærðfræðitengd lög.


Takk fyrir skemmtilega viku

© 2016 - Karellen