news

Vikufréttir

09. 09. 2021

Góðan daginn

Í þessari viku byrjaði Lubbi að kenna okkur hljóðið/stafinn A og orðin sem við höfum verið að vinna með eru: Ananas, amma, afi, afmæliskaka og agúrka. Við skoðum myndir af orðunum, klöppum atkvæði og ræðum um orðin.

Ásta tók okkur tvo morgna í íþróttir í hreyfisalnum og það verður þannig áfram í vetur. Allir eru farnir að hoppa, hlaupa, dansa og gera allskonar æfingar sem Ásta lætur okkur gera.

Í þessari viku byrjaði líka Björk að taka okkur í Listasmiðju tvo morgna í viku og þar erum við að búa til pappamassa og munum svo gera myndir á pappírinn og auðvitað förum við svo heim með myndirnar.

Tónlistarstund hófst einnig í vikunni en við verðum í tónlistarkennslu einn morgun í viku í vetur. Hafdís var að kenna okkur nýtt skemmtilegt lag með hreyfingum og svo dönsuðum við slæðudans við tónlistina.

Í vikunni vorum við að mála myndir til að skreyta deildina hjá okkur. Það eru nokkrir búnir en aðrir klára í næstu viku. Við leyfum myndunum að hanga í smá stund á veggnum hjá okkur svo mega börnin taka þær með heim.

Við erum orðin mjög dugleg að sitja og hlusta í samverustund en þar erum við að læra að sitja, hlusta, passa hendur og gera til skiptis. Það er líka stór munur á hversu viljug börnin eru núna til að smakka grænmeti og ávexti. Við vinnum með það áfram að fá þau til að borða allt grænmetið ekki bara smakka og þónokkur eru farin að borða allann bitann og biðja um meira.

Takk kærlega fyrir vikuna


29691-webservice-61373022679d2.jpg29691-webservice-61372ee06c0e1.jpg29691-webservice-61372ed7e6f13.jpg


© 2016 - Karellen