news

Vikufrétt 4. - 8. febrúar

08. 02. 2019

Í vikunni lærðum við hljóðið K með Lubba, við lærðum mörg orð sem byrja á K og sungum K lagið í Lubba bókinni okkar.

Í vikunni sem leið var tannverndarvika. Við horfðum á Karíus og Baktu, teiknuðum munn og límdum tennur í munninn og við bjuggum til tennur úr leir og settum á spjöld sem líktust munni. Á föstudaginn horfðum og hlustuðum við á glærusýningu um söguna um bræðurna Karíus og Baktus og seinna um morguninn hittist allur leikskólinn á Spóa í söngstund og heimsótti Tinna tannálfur okkur og sýndi okkur tennurnar sem hún safnar hjá krökkum sem hafa misst tennur.



Við prófuðum líka Bee-Bot í hópastarfi í dag og skemmtu krakkarnir sér vel með því að fylgjast með honum og að kynnast einfaldri forritun.


Takk fyrir skemmtilega viku!





© 2016 - Karellen