news

Vikufrétt 3.-14. desember

17. 12. 2018

Fyrri hluti desembermánuðar hefur verið viðburðaríkur mánuður hjá okkur.

Undanfarnar tvær vikur höfum við verið að læra hljóðin F og J með hjálp Lubba.

Á hverjum morgni höfum við farið í söngstund á elstu deildina, Spóa, og sungið þar jólalög og einn morguninn fengum við gest sem spilaði á gítar og söng með okkur jólalögin.

Í desesmber höfum við verið að föndra jólaskraut og útbúa jólagjafir fyrir foreldra og höfum við haft gaman af því.

Við fórum svo einn daginn með strætó niður í bæ að Tjarnargötutorgi að skoða jólaljósin og jólatréð sem stendur þar. Börnin stóðu sig einstaklega vel í strætóferðinni og skemmtu sér vel.

Börnin skemmtu sér við að baka piparkökur og vönduðu sig vel við verkið.


Síðasta föstudag héldum við jólaball þar sem við dönsuðum í kringum jólatréð og sungum jólalögin sem við erum búin að vera að æfa og heimsótti jólaveinn okkur og gaf öllum börnunum mandarínum. Í framhaldi af jólaballinu komu foreldrar barnanna í heimsókn í heitt kakó og piparkökur og viljum við þakka öllum fyrir komuna.

© 2016 - Karellen