news

Vikufrétt 29. okt - 2.nóv

06. 11. 2018

Hljóð vikunnar var Hh og sungum við vísurnar úr Lubbabókinni okkar og lásum textann þar. Við tengdum svo hljóðið við það sem er að gerast í kringum okkur eins og hrekkjavöku og haustið sem er liðið hjá.

Hrekkjavakan var aðalviðfangsefnið í síðustu viku en í byrjun vikunnar föndruðu börnin skreytingar fyrir stofuna okkar. Þau máluðu pappadiska appelsínugula og límdu augu og munn á þau svo þeir líktust graskeri og stimpluðu svo hendurnar sínar með svartri málningu á appelsínugulan pappír svo hendurnar líktust könguló og límdu svo tvö augu á köngulærnar sínar.


Á miðvikudaginn 31. október var svo haldið hrekkjavökuball í íþróttasalnum og skemmtu börnin sér þar vel í dansi og söng.


Takk fyrir skemmtilega viku

© 2016 - Karellen