news

Vikufrétt 29. apríl - 3. maí

06. 05. 2019

Við höldum áfram að rifa upp hljóð sem við höfum lært í vetur með Lubba og hvaða orð byrja á hvaða hljóði.


Í vikunni máluðu börnin myndir með bómullarhnoðrum sem þeim þótti skemmtilegt og prýða nú þessar litríku myndir veggina í stofunni okkar.


Við höfum fengið marga góða daga í útiveru sem við höfum nýtt okkur í botn og verið mikið úti að leika á lóðinni okkar.

Krakkarnir hafa einnig farið í hreyfisalinn tvisvar í vikunni til Ástu.

Einnig kom köttur í heimsókn á gluggann hjá okkur tvisvar í vikunni og þótti krökkunum það mjög skemmtilegt.

Undanfarið höfum við verið með birkigrein inni á deildinni hjá okkur. Á föstudeginum týndum við skrælnuð laufblöðin af og bjuggum okkur til te eða grænt te eins og einn drengur kallaði það af því að laufblöðin eru græn. Við smökkuðum svo teið í litlum broskarla bollum.



Takk fyrir skemmtilega viku



© 2016 - Karellen