news

Vikufrétt 13. - 17. maí

17. 05. 2019

Í þessari viku hófst sumarönn hjá okkur í leikskólanum. En þá breytum við daglegu starfi hjá okkur og færum það meira út.

Eldri börnin á deildinni, þau sem eru fædd 2016 taka þátt í hópastarfi með eldri deildunum en yngri börnin eru hópastarfi á sinni deild og hafa verið mikið úti í vikunni.

Deildunum er skipti upp í fjóra hópa þvert á leikskólann, börnin eru þá á morgnana í blönduðum hópum í hópastarfi, en þá eru fjórir hópar, vettvangsferðir, boltaskóli og leikir, listasmiðja og vísindi/umhverfismennt. Hóparnir fá þá að prófa allar smiðjurnar yfir vikuna.

Í þessari viku var farið í vettvangsferð í Reykjaneshöllina.

Í hreyfingu var farið í boltaskóla í hreyfisalnum.

Í listasmiðju var unnið með pappamassa.

Í vísinda/umhverfismennt bjuggu börnin til regnbogasjónauka.


Takk fyrir skemmtilega viku


© 2016 - Karellen