news

Föstudagsfréttir

12. 03. 2021

Þessa vikuna var Lubbi að kenna okkur stafinn Ðð við ræddum orð sem hafa ð í sér eins og lúða, blaðra, faðir, fjöður og blað. Við spjölluðum líka um hvað þessi orð þýða eins og að faðir þýðir pabbi.

Nýr drengur var að byrja hjá okkur á deildinni hann Leonard og bjóðum við hann velkominn.

Á mánudaginn fórum við öll í listasmiðju til Bjarkar sem að gerði með okkur karla úr niðursuðudósum, töppum og lyklum. Við settum svo spotta í karlana og hengdum þá á stóru greinina okkar á deildinni.

Á þriðjudag og fimmtudag fórum við í hreyfingu í íþróttasalnum og allir tóku vel á því.

Við höfum líka verið að leika okkur með stóra bolta sem við rúllum á milli, tveir og tveir saman. Lærum þá að skiptast á og þetta er líka góð samhæfing að koma boltanum í rétta átt.

Bína bálreiða er svo alltaf að kenna okkur hvernig við eigum að sitja, hlusta, bíða, passa hendur og skiptast á.

Við erum búin að lesa nokkrar bækur og fórum svolítið í að spjalla um ýmis farartæki og lásum bók með myndum til að sýna okkur þau.


Takk fyrir vikuna og góða helgi.

© 2016 - Karellen