news

Föstudagsfrétt

26. 03. 2021

Góðann daginn

Þessa vikuna eru elstu börnin búin að vera dugleg að kíkja í heimsókn á svæðið hjá eldri krökkunum. Á mánudaginn fengu þau að kíkja í heimsókn inn á Lóu og fóru í samversustund þar ásamt því að borða grænmeti og ávexti þar. Það var mikið stuð.

Á þriðjudaginn fóru nokkur börn af Kríu og Krumma sem sváfu stutt út að leita af steinum sem hægt er að nota í föndurgerð. Síðan var farið inn með steinana og þá bættust fleiri börn við sem voru vöknuð og hjálpuðu til við að þvo steinana.

Við erum búin að vera að æfa okkur í að púsla og mörg börn orðin góð í púslinu. Við ætlum þó að halda áfram að æfa okkur og þeir sem eru orðnir mjög góðir fá erfiðari púsl að æfa sig með.

Þessa vikuna var Lubbi að kenna okkur stafinn Óó. Orðin okkar voru órói, ófreskja, Ólafur snjókarl og óskasteinn.

Þar sem Lubbi er búinn að kenna okkur marga stafi í vetur langaði okkur að sýna ykkur stafina okkar og hvernig þetta lýtur út á veggnum hjá okkur Hver stafur á hljóð og hreyfingu sem er táknuð á beinin fyrir ofan stafina. Síðan eru orð á hverjum staf sem við erum að vinna með og myndir af börnunum á þeirra staf.

Takk fyrir vikuna og góða helgi.


© 2016 - Karellen