news

Föstudagsfrétt

05. 03. 2021

Góðan daginn

Þessa vikuna hefur margt verið brallað hjá okkur.

Loksins fengum við að fara aftur í hreyfisalinn til Ástu og framveigis verðum við í hreyfingu á þriðjudags og fimmtudagsmorgnum og þau börn sem þurfa munu svo aukalega fá sérkennslu hjá Ástu eins og verið hefur.

Við vorum að æfa okkur að skrifa stafinn okkar og gera myndir af stafnum okkur. Við höfum verið að vinna með það í vetur og flestir farnir að þekkja sinn eigin staf og annarra líka. Núna megum við fara í listasmiðjuna og þurfum ekki að vera inn á deild við listsköpun.

Í þessari viku var Lubbi að kenna okkur stafinn R.

Við fórum öll í göngutúr á fimmtudaginn og urðu margir þreyttir eftir þá ferð en öll börnin voru mjög dugleg að labba og fylgja reglunum.

Eldri börnin hafa svo aðeins verið að fara í heimsókn á eldri deildir og á eldra útisvæðið. Það er líka kærkomið að mega núna loksins fara í heimsóknir og mega blandast við þau börn. Við komum til með að gera meira af því á næstunni og jafnvel fara á hverjum degi þar sem við höfum ekkert mátt það i svo langan tíma.



Takk fyrir vikuna og góða helgi



© 2016 - Karellen