news

Vikufétt 12. - 16. nóvember

19. 11. 2018

Í þessari viku höfum við verið að læra hljóðið Uu með Lubba og eins og vanalega ræðum við orð sem byrja á u og syngjum lagið í Lubba bókinni og lesum söguna.

Á mánudaginn fórum við í söngstund á deildina Lóu og sungum þar saman nokkur lög sem við höfum verið að æfa og hlustuðum á lög sem krakkarnir á Lóu hafa verið að æfa.

Á fimmtudaginn vatnslituðum við myndir sem nú prýða veggina okkar.

Á föstudaginn var dagur íslenskrar tungu og í tilefni af því var íslenska fánanum flaggað og sungum við vísur eftir íslensk skáld í samverustundinni okkar en einnig komu allar deildarnar saman í hreyfisalnum og sungu þar allir saman íslenskar vísur.

Gaman er að segja frá því að bókin um hann Lubba okkar ´Lubbi finnur málbein´ var gefin út á degi íslenskrar tungu og er Lubbi okkar því 9 ára gamall. Við héldum að sjálfsögðu upp á afmælið hans og sungum afmælissönginn fyrir hann og rifjuðum upp þau hljóð sem við erum búin að læra í haust.



Takk fyrir skemmtilega viku

© 2016 - Karellen