news

Dagur íslenskra tungu

15. 11. 2019

Í dag fögnuðum við degi íslenskra tungu sem er á morgun. Hann Lubbi okkar á afmæli þá og héldum við upp á afmælið hans í dag. Sungið var afmælislag fyrir hann svo vildi hann að við myndum syngja nokkur Lubbalög líka sem við gerðum fyrir hann. Allir svo ánægðir með að gefa Lubba knús og óska honum til hamingju með afmælið.

Stafur vikunnar var u og lærðum við nokkur ný orð eins og ullarpeysa, ullarsokkar, ulla og umferðamerki. Vikan er búin að vera róleg hjá okkur og erum búin að vera frekar heppin með veður. Í útiveru höfum við verið að fara í heimsókn á stóra útisvæðið og leika okkur þar.


© 2016 - Karellen