news

föstudagsfréttir 7.maí

07. 05. 2021

Nú er sumarönnin okkar hafin og námið okkar komið mest megnis út í góða veðrirð. Lubbi er samt alltaf á sínum stað í morgunstundinni og höfum við verið að rifja uppa það sem við höfum lært í vetur og tökum því eitt hljóð fyrir á hverjum degi of rennum lauslega yfir það.

Í seinustu viku kíkti útikennslan í DUUS hús.

Þar sem að sú gula hefur glatt okkur með nærveru sinni þessa vikuna höfum við verið mikið úti og börnin mjög ánægð með það. Við viljum því minna á að gott er að hafa sólavörn og buff í fatahólfum barnanna og góða peysu eða léttann jakka sem gott er að leika sér í þega það fer líka að hitna aðeins meira.

Einnig viljum við minna á BAUN -barna og ungmennahátíð í Reykjanesbæ sem hófst í vikunni. Börnin hafa fengið BAUNA bréfin sín og þar er hægt að nálgast dagskránna og þrautir sem hægt er að leysa.

Takk fyrir vikuna og góða helgi!

© 2016 - Karellen