news

föstudagsfréttir

16. 04. 2021

Í þessari viku hefur Lubbi verið að kenna okkur hj, hl & hr hljóðin. Eins og í hjóla og hjúkrunafræðingur, hlæja og hlaupa, hreppstjóri og hringja. Börnunum þótti það mjög áhugavert þegar við athuguðu hvað hjúkrunarfræðingur hafði mörg atkvæði, en orðið hefur 6 atkvæði sem er það lengsta sem við höfum fundið í Lubbastund í vetur.

Við fengum að smakka tvo nýja fiskrétti í vikunni, ofnbakað þorsk í brauðminslum og svo heima gerða laxaborgara.

Útikennslan var á sínum stað og fóru þau í ferð niður í Njarðvík í Njarðvíkurskóg þar sem var margt að gera og sjá.

© 2016 - Karellen