news

föstudagfréttir

12. 02. 2021

Í þessari viku höfum við verið að læra hljóðið Öö með honum Lubba okkar. Við höfum einnig lært nokkur orð sem hafa ö, eins og ömurlegt, það er annað orð yfir leiðinlegt, grösuga, orð sem lýsir því þegar það er mikið gras, og öldugangur, en það er þegar öldurnar á sjónum ferðast.

Einnig höfum við verið að undirbúa bolludaginn og hafa börnin verið að förndra bolluvendi til þess að taka með heim.

Svo hefur hluti af barna hópnum farið í vettvangsferð með nokkrum Spóa börnum að skoða það stórbrotna umhverfi sem við höfum hér í næsta nágreni við okkur.

Svo var mikið kátt á hjalla þegar veðurguðirnir ákváðu að gefa okkur smá snjó í vikunni.

© 2016 - Karellen