news

Vikufréttir 4-8 maí

08. 05. 2020

Nú er fyrsta vikan eftir samkomubann lokið og mikið var nú gott að hitta alla aftur, bæði börn og foreldra.

Í þessari viku hófst sumarönnina okkar og er kennsla með óhefðbundnu sniði. Á sumarönninni leggjum við mikla áherslu að færa starfið sem mest út og hafa börnin verið að velja sér hóp á hverjum morgni til þess að vera í. Valið stendur á milli vetvagnsferða, íþrótta, listasmiðju og frjáls leiks. Vettvangsferðahópurinn og íþróttahópurinn fara út fyrir skólalóðina á vit ævintýranna í nærsamfélaginu okkar. Listasmiðjan er ýmist úti eða inni, fer eftri verkefnum hvers dags. Frjálsi leikurinn er á skólalóðinni og þar fá börnin tækifæri að njóta skólalóðarinnar í minni hóp og upplifa hana á annann hátt en venjulega. Þá er einnig boðið upp á ýmislegt dót sem illa er hægt að nota á veturnar vegna veðurs, líkt og boltar, sápukúlur, dúkkudótið og stultur, svo fátt eitt sé nefnt.

Í þessari viku hafa vettvangsferðir verið farnar á nýjan stað í hverri ferð og hafa börnin farið á útsýnis hólinn í Innri-Njarðvík, Skrúðgarðinn í Keflavík og í Njarðvíkurskóla. Í íþróttum hefur verið að heimsækja útikennslisvæði Njarðvíkurskóla. Í listasmiðjunni var föndrað hristur.

Þar sem við erum farin að vera meira úti en venjulega er gott að hafa nóg af auka föt í hólfum barnanna. Einnig að huga að því veður breytist oft skjótt hér á landi, því er gott að hafa allt til taks. Pollagalla og stígvél, strigaskór, flísföt, aukapar af húfu og vettlingum, mis þykkt. Svo vegna aðstæðna í samfélaginu biðjum við ykkur kæru foreldrar að stoppa sem styðst í húsi og á skólalóðinni á skólatíma.

Takk fyrir vikuna og góða helgi.

© 2016 - Karellen