news

Föstudagsfréttir

19. 03. 2021

Í þessari viku hefur Lubbi verið að kenna okkur mjúka g hljóðið, eins og í saga, naggrís, flugdreki og Laugarvatn.

Útikennsla með Ásdísi og Kollý var á sínum stað og hafa hópar frá Spóa og Lóu farið í vettvangsferðir og leyst hin ýmsu verkefni með þeim.


Björk í listasmiðjunni var hjá okkur í vikunni og eru börnin á fullu að undirbúa listahátíð barna í Reykjanesbæ. Við völdum bangsa sem þemað okkar og höfum við verið að búa til bangsa með því að þæfa ull og skreyta.

© 2016 - Karellen