news

Föstudagsfréttir

05. 03. 2021

föstudagsfréttir

Í þessari viku hefur Lubbi verið að kenna okkur Rr. Orðin rós, risaeðla og róla eiga öll hljóðið Rr. Einnig lærðum við um rekavið, viður/spítur sem að reka á land úr sjónum og raddbönd, það er líffæri sem býr til hljóðin okkar og er í hálsinum, og ef við setjum hendina okkar á hálsinn og tölum getum við fundið þau hreyfast. Svo ræddum við máltiltækið að hafa ráð undir rifi hverju, en það er að vera úrræðagóður og geta leyst vandamál.

Það fór hópur með Ásdísi og hóp frá Spóa í útikennslu. Þau fara ýmist í gönguferðir eða strætó og skoða okkar nánasta umhverfi, gera ýmist æfingar eða önnur verkefni. Einnig er það heilmikil æfing að láta veðrið ekki stoppa sig og önnur náttúruvá. En ferðirnar í þessari viku hafa verið í blautari kantinum.

Hreyfing með Ástu Kötu er svo alltaf á sínum stað, börnunum þykir það alltaf jafn gaman.

Svo mátti ég til með að sýna ykkur frá skemmtilegum leik sem hefur þróast hjá okkur. Um daginn fengum við viðbót við búdótið okkar, nokkrar gerfiplöntur og þær hafa aldeilis lífgað uppá leikinn og erum við nú oft með allskonar matjurtagarða inná deild hjá okkur.

Takk fyrir vikuna og góða helgi.

© 2016 - Karellen