news

Föstudagsfréttir

30. 10. 2020

Góðan daginn!

Í þessari viku höfum við brallað margt og mikið.

Lubbi hefur verið að kenna okkur hljóðið Hh. Fullt af orðum byrjar á þessu hljóði til dæmis eins og höfum við tildæmist rætt þessi orð: hugfanginn (að finnast eitthvað fallegt, vera hrifin af), huldufólk (álfar og tröll) og hrekkjavaka (dagur þar sem við mætum í búning og höfum gaman).

Einnig höfum við verið að lesa lífsgilda söguna um FRIÐ. Þar segir frá Pavel sem finnst gott að slaka á og hafa það rólegt. Út frá þessari sögu höfum við einnig rætt það með börnunum hvenig þau geta fundið til friðar og slakað á.

Núna í dag vorum við svo með hrekkjavökuskemmtun þar sem börnin skemmtu sér mjög vel.

Að lokum, eftir að hafa hlustað á mjög gott málþing um gildi leiks í námi barna á þriðjudaginn (starfsadaginn) þá ákváðum við kennararnir að breyta til á deildinni til þess að leifa leiknum að njóta sín en betur og hefur það skilað sér strax.

Takk fyrir vikuna og góða helgi!

GLEÐILEGA HREKKJAVÖKU!

© 2016 - Karellen