news

Föstudagsfrétt

31. 01. 2020

Í þessari viku höfum við verið að læra hljóðið Pp, þá höfum við lesið söguna í Lubba bókinni okkar og sungið Lubba lagið. Lubbi er núna staddur á Patreksfirði og skoðuðum við á kortinu hvar Patreksfjörður er staðsettur á Íslandi.

Í hópastarfi í vikunni höfum við gert ýmislegt, við höfum verið að para saman stafina, farið í Beebot verkefni, æft okkur að telja og þjálfað rýmisgreind með Numicon ásamt því að hafa farið í verkefni með formin.

Allir hópar fóru í listasmiðjuna með Björk þar sem þau teiknuðu myndir af Finngálkn. Finngálkn er afkvæmi tófu og kattar og kemur fram í þjóðsögu sem við erum að fjalla um í tengslum við listahátíð barna.

Allir hópar fóru einnig í hreyfingu í vikunni og höfum við verið heppin með veður í vikunni og getið notið þess að leika úti.

Takk fyrir skemmtilega viku.


© 2016 - Karellen