news

Föstudagsfrétt

24. 01. 2020

Í þessari viku höfum við verið að læra hljóðið Oo með hjálp Lubba og höfum við sungið lagið í Lubbabókinni ásamt því að ræða orð sem byrja á O eins og ofn, ormur og ostur eins var Lubbi staddur í Borgarnesi og þekktu margir þann bæ.

Á miðvikudaginn var Björk hjá okkur og fór með þeim í listasmiðju þar sem börnin bjuggu til skemmtilegar sjálfsmyndir á pappa sem er nú stillt svo fallega upp fyrir framan deildina okkar núna.

Einnig fengu börnin að taka þátt í að búa til sviðasultu sem þeim þótti mjög áhugavert.

Í inni verunni síðustu daga höfum við leikið okkur með ýmslegt skemmtilegt eins og að vatnslita á blöð á veggnum og lita með bílum.

Á fimmtudaginn var rafmagnslausi dagurinn og var hann einstaklega skemmtilegur þar sem krakkarnir máttu koma með vasaljós í leikskólann. Við lékum okkur með ljósin og leikföngin ásamt því að skella okkur í dans og fjör í hreyfisalnum.

Á föstudaginn héldum við svo upp á Þorrann og komum við öll saman og sungum nokkur vel valin lög. Í hádeginu fengu svo allir að smakka þorramat.

Heldur betur viðburðarrík vika að baki

Takk fyrir góða viku

© 2016 - Karellen