news

Föstudagsfrétt

10. 01. 2020

Gleðilegt nýtt ár!

Nú er leikskólastarfið komið á fullt aftur eftir hátíðirnar.

Í þessari viku höfum við verið að læra hljóðið Ss, krakkarnir hafa verið duglegir að syngja með okkur S lagið í Lubba bókinni og hlustað vel þegar við lesum söguna, einnig höfum við skoðað hvar Lubbi er staddur á Íslandi hverja vikuna fyrir sig og var hann á Stykkishólmi þessa vikuna.

Mikil innivera hefur verið þessa vikuna þar sem lægðir ganga yfir landið og höfum við brallað ýmislegt þessa vikuna. Meðal annars höfum við prófað að lita á hvolfi, þar sem blöð voru límd undir borðin og prófað að teikna þannig á þau.

Einnig hafa kubbar í alls kyns formi mikið verið notaðir í mörgum skemmtilegum leikjum.

Allir hóparnir hafa farið í Yap til Ástu í vikunni.

Björk fór með hópa í listasmiðju þar sem börnin lærðu um eld og teiknuðu myndir af potti sem stendur á eldstæði og límdu þau eldglæringar undir pottinn.

Á föstudaginn fórum við yfir á Spóa í sögustund þar sem við hlustuðum á söguna um Litlu hvítu hænuna og sáum myndirnar á glærum á veggnum.

© 2016 - Karellen