news

Föstudagsfrétt

08. 11. 2019

Í þessari viku höfum við verið að læra hljóðið Ee með Lubba og höfum við verið að lesa textann í bókinni og syngja E lagið ásamt því að ræða alls konar orð sem byrja á E.

Í hópastarfi hafa hóparnir allir fengið að prufa hljóðfæri, fengið fyrstu kynni af forritun í gegnum Beebot og svo höfum við einnig átt notalegar stundir í spili.

Í listasmiðju teiknuðu börnin myndir með kerti og máluðu svo yfir myndina með fallegum lit þannig að teikningin með kertinu skín í gegn.

Takk fyrir skemmtilega viku

© 2016 - Karellen