news

Föstudagsfrétt

18. 10. 2019

Í þessari viku hefur Lubbi verið að kenna okkur hljóðið Úú og höfum við sungið Ú lagið í Lubbabókinni ásamt því að lesa söguna í Lubba og rætt ýmis orð sem byrja á Ú.

Við höfum verið að lesa bókina Dimmalimm í orðaspjalli og drógum við sérstaklega út orðin hálsakot, strjúka og himinlifandi.

Í hópastarfinu fórum við í hreyfisalinn, máluðum myndir með silki litum og dönsuðum við skemmtilega tónlist með slæðum.

Við höfum einnig verið að æfa nokkur lög um tröll í vikunni og á föstudaginn fórum við í sameiginlega söngstund með Spóa þar sem að við sungum lög um tröll ásamt fleiri skemmtilegum lögum.

Á bæði fimmtudag og föstudag fóru hópar í gönguferð í útiverunni í alveg dásamlegu veðri.

© 2016 - Karellen