news

Föstudagsfrétt

01. 11. 2019

Í vikunni höfum við verið að læra hljóðið Hh með Lubba og höfum við mikið sungið H lagið í Lubbabókinni okkar ásamt því að lesa textann í bókinni og rýna í orðin og myndirnar.

Á miðvikudaginn fór eldri árgangurinn í ferð á bókasafnið sem er alltaf jafn skemmtilegt.

í hópastarfinu þessa vikuna höfum við verið að mála draugamyndir og búið til kóngluló úr lófafarinu okkar og skreyttum veggina í stofunni og á ganginum með verkunum okkar í tengslum við Hrekkjavökuna.

Á fimmtudaginn héldum við upp á hina árlegu Hrekkkjavöku þar sem börnin mættu í leikskólann sem alls kyns verur, við skelltum okkur á Hrekkjavökuball í hreyfisalnum og skemmtu allir sér vel.

Takk allir fyrir góða viku

© 2016 - Karellen