news

Bollur, búningar og morgunmatur

08. 03. 2019

Þessi vikan er búin að vera viðburðarík hjá okkur. Við byrjum á Bolludeginum og nutum þess að fá okkur bollur.

Svo kom Öskudagurinn á miðvikudaginn og við skelltum okkur í vettvangsferð á Slökkuvliðstöðina og leitum þar af töfrakassanum okkar sem við fundum fyrir rest. Við opnuðum hann þar og fengum glaðning úr honum. Slökkviliðsmennirnir tóku svo vel á móti okkur og við fengum að skoða bílana hjá þeim og fl.

Í morgun fengum við svo foreldra barnanna í heimsókn til okkar í morgunverðastund. Gaman hvað margir sáu sér fært að mæta. Mikil gleðistund sem við áttum saman.


© 2016 - Karellen