news

föstudagsfréttir

22. 11. 2019

Þessi vika hefur verið frekar stutt, en við höfum notað þessa tvo daga í upprifjun í Lubba. Farið yfir þá stafi sem við höfum verið að læra og einnig prufuðum við að hljóða okkur í gegnum nokkur orð.

Í hópastarfi og samverustundum seinustu vikur höfum við verið að lesa þjóðsöguna um skepnu sem býr út í Höfnum, afkvæmi kattar og tófu sem nefnist Finngálkn. En þemað fyrir listahátíð barna í ár eru íslenskar þjóðsögur og ætlum við að vinna eitthvað verkefni úr þessari sögu.

Í morgun var svo sameiginleg söngstund með öllum leikskólanum í hreyfisalnum. Þar sungum við nokkur lög og einnig afmælisönginn fyrir hana Særúnu sem er starfsmaður á Kríu.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

© 2016 - Karellen