news

föstudagsfréttir

04. 10. 2019

Í þessari viku hefur Lubbi verið að kenna okkur stafinn Dd. En hann er samhljóði því að hann tekur með sér tvo félaga þegar hann segir nafnið sitt.

Hópastarfið gengur sinn vanga gang. Hóparnir eru að sinna ýmsum mismunandi verkefnum hjá kennurum sínum, ásamt því að fara til Ástu i YAP í hreyfisalnum.

Á þriðjudaginn fórum við í vettvangsferð niður í Njarðvík og kíktum í útikennslustofuna hjá Njarðvíkurskóla og leikskólanum Gimli.

Svo núna á föstudaginn héldum við uppá alþjóðlega dýradaginn. Við fegnum tvö dýr í heimsókn, hvolpinn Örvar, sem er íslenskur fjárhundur og hundurinn hennar Þóru Sigrúnar skólastjóra. Einnig kom hún Jóhanna af Lóu með hamsturinn Oreo, en hann er alveg eins og oreo kex á litinn, með svart höfuð og rass en hvítur í miðjunni. Svo sungum við lög um dýr og hlustuðum á dýrasögur og sumir komu með mynd af gæludýrinu sínu eða uppáhalds dýrinu sínu og sögðu frá.

Takk fyrir vikuna og góða helgi!

Klettabröllt á leiðinni í útikennslustofuna.

Hvolpurinn Örvar heilsar uppá krakkana.

Hamsturinn Oreo að heilsa uppá krakkana.

Emma Líf segir frá kisunum sínum, Nataníel og Hera.

© 2016 - Karellen