news

föstudagsfréttir

30. 11. 2018

Í þessari viku hefur hann Lubbi verið að kenna okkur allt um stafinn Gg. Hann er samhljóði, því hann tekur félga með sér þegar hann segir nafnið sitt: gjé.

Jólaundirbúningurinn er hafinn hjá okkur en í samverustund fyrir hádegismat höfum við verið að rifja upp jólalöginn aðeins, því að í desember ætlum við að vera með smá jólasöngstundir á morgnanna og bjóða hinum börnunum á leikskólanum til okkar í jólahornið okkar. Einnig erum við byrjuð að skreyta hjá okkur og föndra jólaskraut. Og svo hafa börnin verið mjög dugleg að gera jólagjafirnar fyrir ykkur foreldrana.

Í hópastarfinu har hópnum skipt í tvennt og annar hlutinn fór í hreyfisalinn með Ingu og hinn var með Guðríði í málörun og jólagjafaföndri.

Takk fyrir vikuna og góða helgi.

Krakkarnir yðnir við að föndra gjafakassa fyrir jólagjafirnar, hvað fer í þá veit nú enginn, vandi er um slíkt að spá, en eitt er víst að allir fá þá eitthvað fallegt.

© 2016 - Karellen