news

Föstudagsfrétt

08. 03. 2019

Föstudagurinn 8. Mars

Í þessari viku hefur hann Lubbi okkar verið að kenna okkur allt um stafinn Rr, en hann er samhljóði því að hann tekur félaga með sér.

Blái hópur hefur verið hjá Guðríði í málörvun. Græni hópurinn var hjá Halldóru og æfði sig að skrifa bók- og tölustafina, fengu síðan að spreyta sig aðeins í hreyfisalnum með henni líka. Appelsínuguli hópur var hjá Joannu.
Ásta hefur svo verið að taka hópana til skiptist í YAPið þessa vikuna.

Á miðvikudeginum var öskudagur og þá fengum við að sjá marga skemmtilega búninga. Við tókum síðan strætó í Víkingaheima, þar fengu krakkarnir að skoða stóra víkingaskipið og fundu snakk í skipinu. Það var svo haldið stórskemmtilegt búningaball í hreyfisalnum.

Á föstudeginum var boðið foreldrum að snæða með krökkunum morgungraut.

Takk fyrir skemmtilega viku og góða helgi!

© 2016 - Karellen