news

Tvær í einni föstudagsfrétt!

06. 12. 2019

Í síðustu viku var Lubbi að kenna okkur stafinn Ll, hann er samhljóði og tekur vin sinn e með sér þegar hann segir nafnið sitt.

Hópur frá Spóa og Lóu fóru í heimsókn upp í Keilir og hittu hana Sólveigu efnafræðikennara. Hún sýndi okkur nokkrar einfaldar efnafræðitilraunir, sem okkur þótti mjög sniðugra.

Svo var sameiginleg söngstund með Kríu á föstudeginum.

Í þessari vikur hefur Lubbi verið að kenna okkur stafinn Gg. Hann er samhljóði og tekur vini sína j og e þegar hann segir nafnið sitt. Í hópastarfinu höfum við brallað allskonar sniðurgt, elstu börnin hafa verið að vinna í stærðfræði bókunum sínum, og yngri börnin spilað alias. Einnig fóru allir eitthvað í YAP með henni Ástu.

Á miðvikudaginn fengum við heimsókn frá þeim Krissa löggu og Lúlla löggubangsa. Þeir kenndu okkur hvernig við ættum að haga okkur í bílnum. En lang öruggasti staðurinn fyrir börn undir 150 cm er aftur í, í réttum bíllstól og passa þarf að beltið sé alltaf á sínum stað, yfir öxlina.

Svo í dag föstudag bökuðum við piparkökur.

Takk fyrir vikuna og góða helgi.

© 2016 - Karellen