news

Kartöfluræktun

12. 09. 2019

Nokkrir krakkar af Spóa fóru í strætó með henni Björk í garðinn hennar að taka upp kartöflur sem þau höfðu sett niður í maí. Krökkunum þótti þetta mjög spennandi og höfðu orð á því hvað þetta væri búið að stækka mikið, þegar þau sáu kartöflugrösin. Einnig kíktu þau á jarðaberjaplönturnar frá Eco Tweet vinum okkar í Svíþjóð, sem að við sáðum fyrir í leikskólanum og fengu svo að vera í sumarfríi hjá henni Björk.

Björk er með margt sniðugt í garðinum hjá sér, en krakkarnir fengu að smakka myntlauf, rautt grænkál og steinselju.

Þegar krakkarnir komu aftur í leikskólann, þrifu þau kartöflunar og fóru með þær í eldhúsið til hennar Önnu sem ætlar svo að elda þær fyrir þau og svo krakkarnir geti nú smakkað afrakstur ræktunarinnar.

© 2016 - Karellen