news

Fösturdagsfréttir seinustu viku..

17. 02. 2020

Hér koma föstudagsfréttir seinustu viku, en þar sem að veðrir hleypi okkur ekki í leiksólann á föstudaginn þá koma þær núna.

Í seinustu viku var Lubbi að kenna okkur starfinn Kk. En hann er samhljóði og tekur vins sinn Áá með sér.

Hópa starf var með venju bundum hætti, fyrir utan að Sindri sinnti hreyfistundum í salnum og tókst það mjög vel.
Guðríður var að þjálfa hlustun og minnið hjá börnunum með að lesa stuttar sögur og spyrja börnin út úr. Hjá Ingu voru börnin ýmist í stærðfræði og Eco Tweet verkefnum.

Við vorum með stærðfræðisprett hjá okkur. Við settum fram nýja spurningu á hverjum degi og vonuðust til að foreldar og börn myndu svara henni í sameiningu á morgnanna. Einhverjir tóku þátt og fórum við fram með þeim sem áttu eftir að svara. Svo var farið yfir dæmið seinna um daginn.

Eina samverustundina fékk hann Gabríel að lesa fyrir hina krakkana söguna af græna hattinum og tóks honum það mjög vel.

Eldri árgangurinn fór í skólaheimsókn á miðvikudaginn. Þau fóru í íþróttatíma með 1.bekk og stóðu sig mjög vel.

Á fimmtudaginn sýndum við svo myndina um Greppikló, en við höfum verið að lesa bókina fyrir börnin.

Við viljum minna á útifötin, veðrið er búið að vera ansi skrautlegt seinustu vikur og því er mjög gott að börnin séu með bæði kuldagalla og regngalla, innanundirföt (annað hvort úr flís eða ull), stígvél og kuldaskó, góða húfu, vettlinga og ullarsokka. Einnig er gott að hafa aukapar af húfu, vettlingum og ullarsokkum. Svo er sniðugt að kíkja á aukafötin, þar sem að stundum koma slys eða börnin blotna eftir útiveru og þá er gott að geta skipt í þurr föt.

Takk fyrir vikuna og góða helgi!

© 2016 - Karellen