news

Föstudagsfréttir

11. 10. 2019

Föstudagsfréttir.

Í þessari viku hefur hann Lubbi verið að kenna okkur um hljóði Íí/Ýý. En það hljóð fylgir tveimur stöfum, sem ekki er hægt að greina á milli nema með að sjá hvernig orðið er skrifað. Einnig eru þessir stafir sérhljóðar en þeir geta sagt nafnið sitt sjálfir.

Hópastarfið heldur áfram að rúlla. Börnin hafa verið að vinna myndir uppúr sögunni Dimmalimm. Hringirnir fengur að prufa nýtt stærðfræðidót með Ingu, en það eru myndir og tölustafir með segli aftan á svo að hægt er að festa það á veggina okkar og búa til allskonar stærðfræðidæmi uppá vegg. Einnig hafa allir farið til Ástu Kötu í YAP. Ferningarnir eru rosa duglegir að spila með honum Sindra og þykkir þeim rosa gaman í Krakka Alias. Þríhyrningarnir eru svo í fjölbreyttum verkefnum hjá henni Guðríði.

Á þriðjudaginn fengum við heimsókn frá pabba og bróðir hennar Fanneyjar Erlu. En pabbi hennar Fanneyjar spilaði bæði á gítar og ukulele. Og bróðir hennar sýndi brúðu sem hann hafði búið til. Börnin af Lóu komu einnig og fengu að vera með í þessari skemmtilegu stund.

Eftir þetta fór svo elsti árgangurinn og gróðursetti tré, sem er upphafið af skóginum okkar, sem vonandi verður mjög stór í framtíðinni. Nokkrir foreldrar komu með og áttum við notalega stund, þar sem allir hjálpuðust af að gróðursetja og fengu svo ávexti, kleinu og svala í verðlaun fyrir góða vinnu.

Á miðvikudaginn fór svo hópur af yngri árganginum á bókasafnið. Og skemmtu sér konunglega við að skoða bækur og taka strætó.

Þannig að þetta hefur verið mjög viðburðarík vika.

Takk fyrir vikuna og góða helgi!


© 2016 - Karellen