news

Föstudagsfréttir

06. 09. 2019

Nú er Lubbi komin af stað og höfum við verið að fara yfir Aa í þessari viku. Aa er sérhljóði, því hann segir nafnið sitt sjálfur og býr þar af leiðandi í sérhljóða húsinu sem er rautt á litinn.

Í hópastarfinu voru ferhyrningar hjá Ingu í stærðfræði, hringir í YAPi og þríhyrningar í málvörun hjá Guðríði.

Einnig héldum við uppá afmæli leikskólans á mánudaginn með sameiginlegri söngstund í hreyfisalnum. Og í framhaldi af því var svo Skógaráshlaupið út á gólfvelli þar sem krakkarni voru mjög duglegir, sumir hlupu 5 hringi.

Í dag héldum við svo upp á alþjóðlegan dag læsis með því að fá 3 foreldra til þess að koma að lesa fyrir okkur, en það voru þær Elísabet, mamma Emmu Líf, Bryndís, mamma Elínar Erlu og hún Jana, mamma hennar Sáru, sem jafnfram las fyrir börnin á slóvakísku.

Einnig var góðgerðardagurinn í dag og fórum við með vel valinn hóp í heimsókn á Nesvelli, og þar sungum við 3 lög fyrir eldri borgana og svo var meira að segja eitt upp klappslag.

Takk fyrir viðburðaríka viku og góða helgi!

© 2016 - Karellen