news

Föstudagsfréttir

30. 08. 2019

Þá er leikskólastarfið allta að komast í fastan farveg eftir sumarfrí. Eldri börnin farin í skóla og ný komin í staðin. Einnig eru búið að stokka upp hjá starfmönnunum, en þau Margrét og Sindri eruð byrjuð hjá okkur á Spóa. Og Halldóar fór yfir á Krumma.

Börnin byrjuðu í léttu hópastarfi í þessari viku. Búið er að skipta deildinni í þrjá hópa, hring, þríhyrning og ferhyrning, og munu þau skiptast á vikulega á milli kennara. Guðríður ætlar að vera með málörvun, Inga með stærðfræði og Ásta með YAP-ið.

Svo í næstu viku ætlum við að byrja á Lubba. Verður farið yfir hljóð vikunnar í morgunstund alla daga, eins og við höfum gert seinustu ár.

Takk fyrir vikuna og góða helgi.

© 2016 - Karellen