news

Föstudagsfréttir

18. 10. 2019

Í þessari vikur hefur Lubbi verið að kenna okkur allt um sérhljóðið Úú.

Í hópastarfi hefur verið brallað margt, til dæmis hafa börnin verið að föndra tröll, farið í hreyfisalinn með Sindra, og fræðst um jarðfræði með Ingu.

Einnig fór eldri hópurinn í heimsókn upp í Háaleitisskóla að hitta 1.bekk á miðvikudaginn. Áttu þar notalega nestisstund og fengu svo að vinna verkefni með þeim. En 1.bekkur er að lesa bókina um Bláa hnöttinn og ætla að skreyta stofuna sína með fullt af fiðrildum og hjálpuðu börnin okkar þeim að gera nokkur fiðrildi.

Svo á fimmtudaginn fórum við öll í svaka langan göngutúr í klettana við Háaleitisskóla og tóku svo strætó til baka í leikskólann.

Takk fyrir vikuna og góða helgi.

© 2016 - Karellen