news

Föstudagsfrétt

01. 10. 2021

Gleðilegan föstudag, Elstu börnin byrjuðu vikuna á því að kíkja í heimsókn í Háaleitisskóla, þeim fannst það rosalega spennandi og gaman að skoða grunnskólann sem flestir fara í næst eftir næsta sumar. Á þriðjudaginn fórum við í vettfangsferð í skrúðgarðinn og löbbuðu þau alveg rosalega mikið og voru rosalega dugleg, við vorum líka í smá grænfána verkefni þar sem krakkarnir gróðursettu lauk í glervasa þannig að þau geta séð hvernig rætur á plöntum eru og ætlum við að fylgjast með honum í allan vetur. Á fimmtudaginn héldum við áfram með græn fána verkefnið og gróðursettum við annan lauk en í bara venjulegum vasa með mold og fengu allir að setja smá mold í pottinn, takk fyrir mjög góða viku.

© 2016 - Karellen