news

Föstudagsfrétt

10. 09. 2021

Góðan daginn og takk fyrir þessa skemmtilegu viku sem er nú að baki. Við fórum í vettfangsferð á þriðjudaginn með strætó að njarðvíkurskógi, alltaf gaman að fara í strætó, við löbbuðum aðeins um skóginn og sagði Kollý krökkunum sögu um álfanna í skóginum, þau reyndu svo að finna þá sjálf og voru nokkrir sem sögðust hafa séð einn J. Við erum líka að byrja rækta okkar eiginn skógog á fimmtudaginn fóru 5 börn með að grafa holur til þess að setja tré í og bara váá hvað þau voru dugleg og gróf hvert barn tvær holur og vildu endilega halda áfram en við vorum bara með X mörg tré. Krakkarnir fengu líka loksins að fara í hreifisalinn með Ástu, í tónlistartíma með Hafdísi og í listasmiðjuna með Björk. Rosalega skemmtileg vika að baki, takk fyrir vikuna og eigið góða helgi.

© 2016 - Karellen