news

Föstudagsfrétt

26. 02. 2021

Þþ er stafurinn sem krakkarnir hafa verið að læra þessa vikuna.

Veðrið hefur verið ótrúlega gott alla vikuna og höfum við nýtt veðrið í að fara oftar út og hafa danspartý. Meir að segja gátum við notað kríta.

Byrjað var vikuna á því að elsti árgangurinn fór í Duus húsið að hitta listamann tengt listahátíð barna.

2015 árgangurinn fór í Reykjaneshöllina á fótboltaæfingu og stóðu þau sig frábærlega.

Samstarf hefur verið á milli Spóa og Lóu deildanna að fara í langa gönguferð um hverfið okkar þar sem gerðar eru ýmsar æfingar og farið í leiki.

í hreyfisalnum læra þau stærðfræði stanslaust í formi hreyfingar og verkefna.

Farið var í gönguferð i lok vikunnar til þess að fullnýta góðaveðrið í vikunni.

© 2016 - Karellen