news

Föstudagsfrétt

05. 02. 2021

Kk er stafurinn sem Lubbi hefur verið að kenna krökkunum alla vikuna.

Veðrið hefur verið fínt þó það hefur verið kalt en við gátum nýtt veðrið í göngutúra.

2015 árgangurinn fór í Reykjaneshöllina á smá fótboltaæfingu og það fannst þeim mjög gaman. Þetta er í þriðja skiptið sem farið er í þessa ferð og eru krakkarnir alltaf jafn spenntir.

Við höfum fengið að nota hreyfisalinn nokkuð frjálst alla vikuna svo það er búið að djöflast mikið þar.

Þegar fámennt var á deildinni var nýtt tímann í að leika leikritið Gullbrá og birnirnir þrír og það fannst krökkunum gaman.

Einnig héldum við uppá stærðfræðidaginn og dag leikskólans. Settar voru upp stærðfræðistöðvar á Spóa og Lóu.

© 2016 - Karellen