news

Föstudagsfrétt

13. 03. 2020

Önnur góð og skemmtileg vika liðin. Hefðbundið hópastarf fór fram alla dagana og var Lubbi að kenna krökkunum stafinn Rr. Einnig eru krakkarnir að fara læra um vatn næstu vikurnar. Kalt hefur verið úti en það stoppar ekki hraustu krakkana að fara út að leika.

Mánudagurinn var mjög rólegur. Skólahópurinn hefur verið á fullu að vinna í stærðfræði bókunum sínum.

Á þriðjudeginum var farið yfir af hverju vatn er mikilvægt fyrir allar lífverur og eftir það var gerð tilraun með blóm. Vatnslitir og vatn var blandað saman og hvít blóm sett ofaní og svo var beðið í einn dag til þess að sjá hvort blómin myndu skipta um lit.

Miðvikudagurinn var rólegur en fyrir hádegismatinn hjálpaði ein stelpa Guðríði að lesa bókina Lítill grænn hattur og sátu krakkarnir mjög still og hlustuðu á söguna.

Fimmtudagurinn og föstudagurinn voru báðir nokkuð rólegir en á föstudeginum var gerð önnur svipuð tilraun og á miðvikudaginn en núna voru notuð blöð af kínakáli og matarlit til þess að sjá hvort kínakálið skiptir um lit.

Farið vel með ykkur og góða helgi.

© 2016 - Karellen